Haustferð á Vopnafjörð

Fyrir utan HP Granda
Fyrir utan HP Granda
Í síðustu viku fóru nemendur Grunnskólans í haustferð á Vopnafjörð.

Við löggðum snemma af stað og fórum Hellisheiði. Rétt áður en komið var á Vopnafjörð stoppuðum við í svokölluðum Skjólfjörum þar sem við sáum áhugaverða klettastapa út í sjónum. Einn var eins og fílshaus í laginu, með rana og öllu.
Næst fórum við í skólann þar sem Sigríður tók á móti okkur og sýndi okkur skólann. Drengirnir í 1. bekk fengu að verða eftir inn í bekk hjá yngismeyjunum í 1. bekk. Þeir voru nú svolítið feimnir til að byrja með en það lagaðist þegar leið á.
Eftir skólaheimsóknina voru allir orðnir bærilega svangir svo við fórum á Ollasjoppu og fengum okkur pitsu. Magnús í HP Granda bjóst við okkur til sín kl. 13:00 svo við gleyptum í okkur pitsuna og hröðuðum okkur þangað. Þar tók á móti okkur yndælis fólk sem sýndi okkur verksmiðjuna af miklum áhuga, við vorum lnú íka dugleg að spyrja.
Þá var stefnan tekin aftur á Ollasjoppu  til að kaupa okkur ís, þó svo að við værum nýbúin að sporðrenna dýrindis veitingum í HP Granda. Maður getur nú alltaf á sig ís bætt.
Nú var degi farið að halla og Bustafell með þeim Björgu og Sirrí beið okkar. Þær stöllur sýndu okkur gamla bæinn og útihúsin og sögðu okkur ótalsögur úr þessum fallega bæ, en Björg bjó þar til 10 ára aldurs þegar hún flutti í steinhús við hliðina á bænum. Við hvetjum alla til að mæta í Bustafell á "dögum myrkurs" í nóvember, þeir verða ekki sviknir af þeirri heimsókn.
Nú var komin rigning og tími til kominn að halda heimleiðis. Þetta hafði verið mjög ánægjulegur og fræðandi dagur og það er óbyggilegt að við eigum eftir að koma fljótlega aftur á Vopnafjörð. Þessi ferð sýndi okkur að oft á tíðum þurfum við ekki að fara svo langt til að upplifa eitthvað nýtt og spennandi.
Við príluðumst upp á Vopnafjarðarheiðina og þegar upp kom hugsuðum við með ánægu til Vatnsskarðsins okkar sem er nú bara lúxusvegur í samanburði við þessi ósköp. Ekki furða þótt Vopnfirðingar séu að fá nýjan veg, þótt fyrr hefði verið.  En að lokum:  Vopnfirðingar takk fyrir góðar móttökur.

Hérna sjáið þið myndir úr ferðinni.