Haustferð til Breiðuvíkur

Á morgun 28. ágúst  ætlum við nemendur 1. - 10. bekkjar og kennarar í Grunnskólanum að rölta til Breiðuvíkur og gista þar eina nótt. Það er árviss viðburður hjá okkur að efna til einnar góðrar göngu í haustblíðunni. Við flýttum för vegna veðurútlits á föstudag en morgundagurinn og fimmtudagurinn lofa góðu. Nánari upplýsingar hafa verið sendar heim til nemenda um tímasetningar og ferðatilhögun en til gamans þá lítur dagskráin svona út:

 

 

Miðvikudagur 28. ágúst

kl.

8:00     Brottför frá skólanum

10:00   Hressing úr bakpoka

12:00   Hádegisnesti

13:30   Komið í Breiðuvíkurskálann – hvíld og koma sér fyrir

14:30   Kvöldvaka undirbúin

16:00   Kaffihressing

17:00   Gengið til þrauta: Lófabók

17:30   Skipt í hópa

17:35   Tímaþraut

18:10   Panorama-málverk

18:40   Semja ljóð um Breiðuvík

19:00   Kvöldverður að hætti Jóffu. Eftir matinn er tími til að

            skrifa hugrenningar í dagbók.

20:00   Kvöldvaka og spjall

22:00   Kvöldhressing

00:00   Svefnfriður og ró

Fimmtudagur 29. ágúst

8:30     Morgunmatur

9:30     Brottför frá skála

11:00   Hressing

14:00   Heimkoma og allir kátir!

Eins og sjá má verður þetta mikið fjör og hlökkum við mikið til. Eftir helgi verða síðan settar inn myndir.