Haustverkin

Sláturgerð
Sláturgerð
Þá er haustverkum að mestu lokið hjá okkur hérna í grunnskólanum. Það er búið að rétta, gera slátur og taka upp kartöflur. Göngur og réttir gengu vel fyrir sig og eigum við marga upprennandi smala hér innan skólans, sláturgerðin tókst vel þó sumum þætti nú aðferðin subbuleg en kartöfluuppskeran var afleit og kennum við um slæmu vori.  Nú tekur við "göngum í skólann" mánuður og "tónlist fyrir alla" dagur en meira frá því síðar.
Hérna gefur að líta myndir frá haustverkunum.