Heimsókn Brúarásskóla

Skólarnir saman
Skólarnir saman
Nemendur Brúarásskóla heimsóttu okkur í gær, 1. september.
Heimsóknin hófst á skoðunarferð á Lindarbakka. Þaðan var svo haldið út í Hafnarhólma, þar sem allir skemmtu sér við fuglaskoðun, marhnútaveiðar og krossfiska-og marglytturannsóknir. Hamborgarar voru steiktir á útipönnu og snæddir með bestu lyst áður en lagt var af stað í gönguferð í Urðarhóla. Við þökkum Brúarásskóla kærlega fyrir komuna og skemmtilegan dag, og látum myndirnar tala sínu máli.

Hér má sjá myndir