Hestamennska hjá eldri nemendum

Nemendur voru heppnir með veður
Nemendur voru heppnir með veður
Nemendum í eldri deild grunnskólans langar til að vita margt um íslenska hestinn. Til dæmis hvað hann getur orðið gamall, hver uppruni hans er, hver meðalhæð hesta sé og hve meðganga er löng. Nemendur hafa "brilliant" kennara til að svara þessum spurningum og mörgum fleiri á valdögum sem tileinkaðir eru hestamennsku að þessu sinni nú í upphafi skólaárs. Kartan Ólason, kenndur við Melgerði leiðbeinir þeim og fræðir. Stefnan er að fara á bak á morgun eftir tímann í dag sem meðal annars fór í að læra um umhirðu hesta. Að eigin sögn eru nemendur ánægðir með hestmennsku sem val þessa þrjá daga sem það stendur yfir og þau ætla að mæta galvösk, spennt, glöð og tilbúin í slaginn á morgun eftir fyrsta skóladaginn. (Bóas, Jónatan Leó, Þorleifur, Jörgen, Nanna, Michal og Þorbjörg hjálpuðust að við að skrifa þessa frétt.)