Hjartanlega velkomin á árshátíð!

Frábærir krakkar á æfingu
Frábærir krakkar á æfingu
Laugardaginn 12. mars klukkan 18:30 verður árshátíð skólans haldin hátíðleg. Sett verður upp leikritið "Ævintýrahrærigrautur Rauðhettu og félaga" sem nemendur og kennarar hafa undirbúið af kostgæfni síðustu vikur. Foreldrar í leik - og grunnskóla sjá um veitingar að sýningu lokinni. Meiriháttar stuð í boði, glens og gaman og klassískt borgfirskt hlaðborð á eftir  :)Sýning og kaffi 1500. Ekkert gjald fyrir börn undir 6 ára.