Hugleiðingar um netið, fjölmiðla og símamál á Borgarfirði - Uppfært!!!

Hérna eru smá hugleiðingar varðandi netmál og annað á Borgarfirði. Þetta skiptir kannski ekki alla miklu máli, en fyrir aðra þá er þetta mikið mál. Það er vissulega leiðinlegt þegar við erum að borga sama gjald og aðrir fyrir þjónustu sem viðfáum bara að njóta að hluta.
Er ekki óeðlilegt að….


….við borgum það sama og aðrir landsmenn fyrir Stöð2, en eigum ekki möguleika því að sjá Stöð2+ Stöð2 Krakkar, Stöð2 Gull, Popptíví og Stöð2 Bíó og allt annað sem fylgir frítt fyrir aðra, allt af því að Síminn hefur ekki bætt stærri móttakarann fyrir ljósleiðarann á Borgarfirði?

...við eigum ekki möguleika á fullhraða interneti?

…. við borgum það sama og aðrir til RÚV en samt gátum við ekki t.d. fylgst með Ólympíuleikunum á RÚV á Ólympíurásinni sem voru sendir út á sér rás sem Síminn sendi ekki til okkar?

….eigum ekki möguleika eins og aðrir viðskiptavinir Símans að nýta okkur frítt VOD kerfið, þar sem við getum horft á myndefni frá sjónvarpsstjörnum þegar sem hefur verið sýnt þegar okkur hentar?

….eigum ekki möguleika á að leigja okkur bíómynd eins og aðrir landsmenn í gegnum VOD eins og aðrir viðskiptavinirSímans?

....eftir að NMT kerfið var lagt niður, eru borgfirskir sjómenn nær allir símasambandslausir innan 4 sjómílna frá landi frá Borgarfirði, og suður undir Seyðisfjörð.

...á Víknaslóðum er nær hvergi samband þar sem þúsundir ferðamanna eru ár hvert.

...að ekki sé komið GSM samband í Njarðvík til að tryggja umferðaröryggi á veturna?

...að við eigum ekki möguleika á að sjá minni fríar íslenskar stöðvar eins og ÍNN og N4?

….við eigum ekki möguleika á að nota 3G net Símans í firðinum. Þetta þýðir líka að allir þeirferðamenn sem koma til okkar geta ekki notað netið til þess að finna þjónustu og upplýsingar á staðnum? UM 10.000 - 15.000 FERÐAMENN HEIMSÆKJA FJÖRÐINN Á HVERJU ÁRI

….að nær enginn geti notað GSM á Bræðslunni er því kerfið springur ár eftir ár, allt af því Síminn hefur ekkert gert til þess að efla það til að anna þessum fjölda? GSM kerfið á Borgarfirði er ekki bara fyrir okkur Borgfirðinga, heldur líka fyrir þann mikla fjölda sem heimsækja fjörðinn á hverju ári, og þar eru margir pirraðir GSM notendur. Þetta skapar líka mikið óöryggi því erfitt getur reynst að ná í neyðarnúmer á þessum tíma

Þetta mismunar okkur mikið með tilliti til ferðaþjónustu, sem er að verða okkur mjög mikilvægur atvinnuvegur.

...að það hafi verðið lagður ljósleiðari frá Héraði til Borgarfjarðar sem leikandi getur annað þessu gagnamagni, en allt strandar þetta nýjum endabúnaði á Borgarfirði og 3G sendi. Til hvers var verið að leggja ljósleiðarann?

Þetta ástand er ólíðandi og er mikil skömm fyrir þá sem standa að þessum málum!

(Þessi skrif eru hugleiðingar höfundar, og tengjast Borgarfjarðarhreppi, eða Ferðamálahóp Borgarfjarðar sem á þessa síðu ekki ekki á neinn hátt)