Hvað er Bræðslan fyrir þér?

Úr Bræðslunni
Úr Bræðslunni
Föstudaginn 27.júní verður heimildarmynd um tónlistarhátíðina Bræðsluna eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur sýnd í Félagsheimilinu Fjarðarborg, Borgarfirði eystra.

Þetta er í fyrsta sinn sem myndin er sýnd á Austurlandi. Heimildarmyndin er lokaverkefni Aldísar Fjólu úr hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og er hún unnin í samstarfi við fyrirtækið Kvikland á Egilsstöðum.

Í myndinni er saga tónlistarhátíðarinnar rakin í máli og myndum, fylgst með undirbúningi í firðinum og talað við Bræðslugesti. Tökur fóru aðallega fram í kringum Bræðsluna 2013 og eru helstu viðmælendur Áskell Heiðar Ásgeirsson, Magni Ásgeirsson, Jónas Sigurðsson, Vilhelm Anton Jónsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

Sýning hefst kl. 20:00 og miðaverð kr. 1000. Fyrir myndina verður boðið upp á kjötsúpu í boði Bræðslunnar og Borgfjörð.