Hvalreki á fjörur Hofstrendinga

Hvalurinn við Hamarinn
Hvalurinn við Hamarinn
Hún er ekkert sérstaklega falleg sjónin sem blasir við manni rétt utan við ölduhamarinn, en þar hefur rekið að landi Búrhvalstarf. Hvalurinn sést vel ef maður labbar spölkorn frá veginum mitt á milli Kolbeinsfjöru og endurvarpsmastursins.  Búrhvalur, einnig kallaður búri er stærstur tannhvala og eina stórhvelið meðal þeirra. Þá má finna um öll höf nema á Norður-Íshafi. Mikill stærðarmunur er á kynjum búrhvalsins. Tarfarnir geta náð 15 -20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verða 11 - 13 metra langar og geta orðið um 20 tonn á þyngd. Höfuðið er mjög stórt, um 25 - 35 %.

Síðunni er ekki kunnugt um að einhverjir borgfirðingar hafi farið og fengið sér bita af skepnunni en taldar eru miklar líkur á því að einhverjir fari í nótt, vopnaðir hvalskurðargræjum til að ná sér í eðal Búrhvalssteik.