Íbúafundir um gerð sóknaráætlunar Austurlands

Vertu með í að móta framtíð Austurlands.

Hvernig verður Austurlands 2024? Eða 2040? Eða 2070?

Framlag íbúa Austurlands er lykilatriði í gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Í henni kemur fram framtíðarsýn Austurlands og þau markmið og aðgerðir sem við ætlum að vinna til að ná þeirri framtíðarsýn.

Mánudagur 9. september

Vopnafjörður: 11:30 - 13:30
Egilsstaðir: 17:00 - 19:00

Þriðjudagur 10. september

Djúpivogur: 11:00 - 13:00
Reyðarfjörður: 18:00 - 20:00

Málaflokkar sem til umfjöllunar eru:

  • Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf.
  • Kraftmikil nýsköpun.
  • Lifandi menning
  • Heilbrigt umhverfi.

Fundunum er stýrt af sérfræðingum frá Capacent sem bjóða upp á skemmtilega nálgun á viðfangsefnið m.a. með peningaspilinu Goal-O-Poly.