Íbúafundur

Borgarfjarðarhreppur auglýsir

Íbúafundur

Í fundargerð hreppsnefndar  4. apríl boðaður íbúafundur 11. apríl um stöðu og framtíð byggðarlagsins.  Nú hefur verið ákveðið að fundurinn verði mánudaginn 25. apríl kl. 1700. Fundurinn tengist verkefninu „Að vera valkostur“ sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp sem hefur verið í undirbúningi nokkurn tíma.

Á fundin kemur Dr. Þóroddur Bjarnason frá Háskólanum á Akureyri og ræðir þróun byggðamála. Þóroddur var stjórnarformaður Byggðastofnunar á síðasta kjörtímabili og hefur fjallað mikið um byggðamál í sínum verkum.