Íbúafundur vegna verkefnisins "Að vera valkostur" og niðurstöður þjónustukönnunar

Í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn íbúafundur í Fjarðarborg vegna verkefnisins "Að vera valkostur".Það var boðið uppá súpu og brauð og var góð mæting eða um 25 manns.
Á fundinum var farið yfir árangur og aðgerðir fyrsta hluta verkefnisins, sem nú er lokið. Þar má nefna fund ungs fólks af öllu Austurlandi sem varð kveikjan að stofnun nýs félags sem vinnur að hagsmunabaráttu ungs fólks á Austurlandi, Ungt Austurland.
Verkefnisstjórn telur einn greinilegasta ávinninginn af starfinu vera aukna jákvæðni, þátttaka og meðvitund í samfélaginu fyrir samfélagslegum málefnum.
Einnig var kynnt hvernig stefnan er að halda starfinu áfram og sú sýn sem verkefnisstjórn hefur á verkefnið.


Verkefninu var í vikunni úthlutaður styrkur úr Uppbyggingarsjóð Austurlands uppá 1.5 milljón króna, auk þess sem framfarafélag Borgarfjarðar veitti verkefninu styrk uppá hálfa milljón króna.
Það er því stefnan að halda vinnu við verkefnið áfram á fullu og fyrsta verkefni verður að skipuleggja hvernig það starf verður unnið.
Óttar Már Kárason hélt fundinn og vinnur núna í hlutastarfi sem verkefnisstjóri við verkefnið.
Einnig voru kynntar niðurstöður úr þjónustukönnun sem var framkvæmd í nóvember 2016.
Þar kom margt merkilegt og fræðandi fram og hér fyrir neðan er hægt að nálgast könnunina sjálfa. 
Aftast í könnuninni er umræðu kafli þar sem farið er yfir áhugaverðustu niðurstöðurnar úr könnuninni.

 
https://docs.google.com/document/d/1keHsGMAOD-Rgx2UYnfOffnp_-vBvJN4NtYqpTUWYM4U/edit?usp=sharing