Íbúð komin í útleigu hjá Blábjörgum

Úr íbúðinni í gamla vinnslusalnum
Úr íbúðinni í gamla vinnslusalnum
Nú í sumar voru teknar í notkun 3 íbúðir í gamla vinnslusalnum í frystihúsinu. Sigga Óla keypti eina og önnur er í eigu Auðar Völu og Helga sem eiga gistiheimilið og verður þeirra dvalarstaður og starfsmanna gistiheimilisins. Þriðja íbúðin hefur verið í útlegu í sumar og verður í boði allt árið um kring. Þarna er kominn spennandi möguleiki fyrir þá sem vilja koma og dvelja á Borgarfirði í lengri eða skemmri tíma og hafa íbúð útaf fyrir sig.

Hér er hægt að skoða fleiri myndir af íbúðinni og bóka gistingu í leiðinni