Íþróttaæfingar fyrir krakka og unglinga

Ungmennafélag Borgarfjarðar hefur ákveðið að halda vikulegar íþróttaæfingar fyrir krakka á öllum aldri í vetur.  


Æfingarnar verða haldnar vikulega á fimmtudögum klukkan fimm í sparkhöllinni, klukkutíma í senn. 

Við vonum að sem flestir mæti á æfingarnar og við höfum mikið gaman í allan vetur.

Fyrsta æfing verður haldin fimmtudaginn 10. október klukkan 17.00

UMFB