Íþróttaæfingar fyrir krakkana í sumar

Í sumar verða vikulegar æfingar fyrir krakkana á Borgarfirði og er stefnan á að hafa þær aðeins reglulegri og fagmannlegri en hafa verið í vetur.  Gréta Sóley Arngrímsdóttir hefur tekið að sér að vera yfirþjálfari en sennilega munu einhverjir hjálpa henni við þetta. 

Sami tími og hefur verið:
Mánudaga Kl. 17.00 og Fimmtudaga Kl. 17.00
Allir krakkar sem verða á svæðinu velkomnir hvenær sem er. 

Stjórn UMFB