Jólakötturinn

Jólakettir
Jólakettir
Jólakötturinn er fylgifiskur jólanna hjá okkur hér á Íslandi. Nemendur 1. - 7. bekkjar hafa verið að fjalla um hann í íslensku og handmennt í desember. Fyrr í mánuðinum fórum við út, eins og áður hefur komið fram, og hlustuðum á vísurnar um jólaköttinn úti undir berum himni. Núna útbjuggu þau hann úr viði og máluðu eftir kúnstarinnar reglum. Trúlega veit enginn nákvæmlega hvernig þessi skepna lítur út en öll höfum við okkar hugmyndir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum / pictures.