Við birtum jólakveðjuna þína

Að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á þann möguleika að senda jólakveðju á Borgarfjarðarsíðunni. Það eina sem þarf að gera er að senda texta eða mynd af kveðjunni sem jpg skjal á hshelgason@gmail.com.

Jólakveðjurnar verða svo gerðar sýnilegar á Þorláksmessu á vefnum.

Vonum fólk nýti sér þennan möguleika, sem mun ekki kosta neitt nema loforð um áframhaldandi lestur á komandi árum.