Jólakveðjur til Borgfirðinga

Bakkgerðiskirkja á Aðfangadag 2012
Bakkgerðiskirkja á Aðfangadag 2012
Hér koma jólakveðjurnar sem okkur bárust til birtingar á síðunni. Gleðileg jól!


Kæru Borgfirðingar og Ættingjar nær og fjær. Ég óska ykkur öllum Gleðilegra Jóla og Farsæls Komandi Árs.

Bestu Hátíðarkveðjur frá Seúl í Suður Kóreu, Sverrir Örn Sverrisson.
Kæru Borgfirðingar

Hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir árið sem er að líða.

Einfríður, Christer og börn.

Bakkavegi 9Kæru frændur og vinir, heima og heiman!

Með þessari mynd af kirkjunni "minni" óska ég ykkur, innilega, 
gleðilegara jóla, árs og friðar!

Kær kveðja
Anna Sigurðar.

Óska öllum Borgfirðingum (eystri), heima og heiman, gleðilegra jóla og gæfuríks árs.

Kær kveðja, Halldóra Guðlaugsdóttir

Heimilsfólkið Sætúni, Heiðmörk, Melstað og Úraníu ættingjar og vinir,
hugheilar óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár, þakka
ánægjulegar stundir á árinu  sem senn er liðið, hittumst hress á nýju ári.

Sverrir frá Sólvangi.Ferðamálahópur Borgarfjarðar óskar að lokum Borgfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir allt á árinu sem er að líða.