Jólastúss og litlu jólin

Þá eru hátíðirnar um garð gengnar og við mætt að nýju hress og kát. Við þökkum nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra kærlega fyrir gamla árið og hlökkum til að takast á við seinni hálfleik.  Síðustu dagarnar fyrir jól voru ósköp ljúfir með kertaljós og kósýheit, æfingum fyrir litlu jólin sem síðan mættu í allri sinni dýrð á fimmtudegi fyrir jól. Dagskráin tókst vel, það var leikið, sungið og dansað og stóðu börnin okkar sig sérstaklega vel þar sem allir tóku þátt og stigu á svið. Ef þið smellið á bláu orðin í textanum hér að ofan má líta myndir frá þessum jólaundirbúningsdögum.