Jólatónleikar í gamla vatnstanknum

Frá tónleikunum í vatnstanknum
Frá tónleikunum í vatnstanknum
Borgfirðingar hafa verið nokkuð duglegir á undanförnum árum að útbúa sérstök tónleikahús og það á svo sannarlega við um gamla vatnstankinn upp á Bakkamel en þar héldu Eyrún Hrefna og Hoffa jólatónleika á laugardagskvöldið. Á tónleikunum tóku þær lög héðan og þaðan. Að mestu var sungið án undirleiks, en í nokkurum lögum spilaði þó trommarinn Birkir Björnsson undir.

Sannarlega skemmtileg tilbreytni í jólaundirbúningnum í firðinum