Jónas ásamt Ómari Guðjóns með 21. tónleika ársins í Fjarðarborg

Jónas okkar Sigurðsson er svo sannarlega ekki búinn að gleyma okkur eftir sumarið og er væntanlegur í fjörðinn ásamt gítarleikaranum Ómari Guðjóns. Ómar var einn af gestum Jónasar í sumar og þóttu þeir tónleikar með þeim allra bestu í tónleikaröðinni. Strákarnir ætla að leggja land undir fót í nú í nóvember, og spila efni af nýútkomnum plötum sínum, Þar sem himin ber við haf, með Jónasi Sigurðussyni og Lúðrasveit Þorlákshafnar og svo plötunni hans Ómars Guðjónssonar sem ber nafniðÚtí geim. Þeir verða vopnaðir tveimur trommusettum, gítar, bassa og hljómborði.

Við vonum svo sannarlega að allir Borgfirðingar mæti á þessa frábæra tónleika.Tónleikarnir verða í Fjarðarborg laugardaginn 24. nóvember og hefjast klukkan 21:00. Strákarnir verða með nokkra aðra tónleika á Austurlandi, en vissulegu hvetjum við alla til þess að koma og horfa á Jónasi á "heimavelli" í Fjarðarborg.

Hér er myndband frá tónleikum sumarsins þar sem Jónas tekur ásamt Ómari smellinn sinn HAFIÐ ER STUNDUM SVART.