Jónas lokar hringnum með stórtónleikum á menningarnótt með stelpunum okkar

Það var stórmagnað að sjá Jónas Sigurðsson loka Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt með dyggri aðstoð ungkvennakórsins sem var stofnaður hér í tónleikamaraþoni hans á Borgarfirði. Stelpurnar voru okkur borgfirðingum til sóma svo vægt sé til orða tekið. Takk stelpur og takk Jónas fyrir alla gleðina og hamingjuna í sumar.

Hægt er að horfa á tónleikana með því að smella hérna en stelpurnar fara á svið undir lok tónleikanna.