Jónas og Ómar í Fjarðarborg

Í hringferð sinni um landið komu þeir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson og héldu tónleika í Fjarðarborg.  Þetta voru tólftu tónleikar þeirra á tólf dögum en þeir byrjuðu á Borgarnesi þann 13. nóvember. Þeir spiluðu til skiptis lög af nýútgefnum plötum sínum, þeim "Þar sem himin ber við haf" og "Útí Geim". Tónleikagestir voru eitthvað um hundrað og skemmtu allir sér konunglega enda frábærir listamenn hér á ferð. 

Helga Björg tók nokkrar myndir sem má finna hér