Kampselur á Borgarfirði

Mynd: Hafþór Snjólfur
Mynd: Hafþór Snjólfur
Þessa dagana heldur til á Borgarfirði glæsilegur Kampselur, en hann er sjaldséður gestur hérna á Borgarfirði. Í dag hélt hann til í fjörunni fyrir neðan Blábjörg og sleikti sólina.

Kampselur er sjaldgæfur gestur við Íslandsstrendur á veturna sem fer oftast einförum. Hingað koma yfirleitt ung og ókynþroska dýr. Kampselur er algengastur fyrir norðan og austan land, en hefur þó fundist víðar t.d. við Elliðaárnar.

Kampselurinn er stærri en landselur, en minni en fullvaxin útselur. Hans helsta sérkenni eru geysilega löng veiðihár. Hann er einnig mjög gæfur og rólegur, sem gerði hann að fyrirtaks bráð selveiðimanna áður fyrr.

Helsta fæða kampselsins eru botnfiskar og botnhryggleysingjar. Hann viðheldur ekki öndunaropi í gegnum lagnaðarís eins og hringanórinn.

Kampselir eru útbreiddir um allt Norðurhvel, en þó ekki á sjálfu Norðurskautinu. Stofninn er tiltölulega stór, eða um 1 milljón dýra.