Karlarnir taka yfir!

Hressir karlkyns kennarar
Hressir karlkyns kennarar
Merkilegur fundur. Sá fáheyrði viðburður átti sér stað í skólanum nú áðan að eingöngu karlmenn sátu kennarafund. Í fundargerðinni segir m.a. "að þetta teljist til tíðinda og sé jafnvel einstakt á landsvísu". Þess má geta að Svandís og Jóna voru fjarverandi vegna námskeiðs sem vera átti á Egilsstöðum.