Kartöfluupptaka

Allt á fullu!
Allt á fullu!
Jæja þá eru kartöflurnar komnar í hús. Í vor settu þeir nemendur sem voru á landinu niður kartöflur í kartöflugarðinn okkar sem staðsettur er innan við kirkjugarð. 9. og 10. bekkur var þá staddur í skólaferðalagi í Danmörku. í síðustu viku var svo kominn tími til að kíkja undir grösin. Það voru nemendur og starfsfólk skólans sem arkaði með poka og verkfæri upp í garð og kom það flestum á óvart hversu uppskeran var góð þrátt fyrir þurrt sumar .  Hér getið þið séð myndir af kartöfluupptökunni...í rjómablíðu að sjálfsögðu.