KK Band í Fjarðarborg

KK Band mætir í fjörðinn núna um helgina KK Bandið hefur verið að spila síðan 1992 þegar þeir komu út með plötuna "Bein Leið" sem hefur selst í yfir 20.000 eintökum til dagsins í dag. Félagarnir KK, Þorleifur Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson koma saman öðru hvoru og spila gömlu lögin sem þeir hafa verið að spila í þessi rúm 20 ár. Þetta eru m.a. lög af plötunum Lucky One, Bein Leið, Hótel Föröyar og svo gömul blúslög eftir Robert Johnson, Jimmy Reed, J.J. Cale o.fl góðar fyrirmyndir. Nú leggja þeir land undir fót og koma þeir fram 20.júní klukkan 21:00 á veitinga- og tónleikastaðinn Já Sæll í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra.