KK í Loðmundarfirði

Það er aldeilis farið að styttast í stórtónleika KK í Loðmundarfirði og vert að minna þá sem ætla sér að gista að vera fljótir til og panta gistingu. Aðgangseyrir á tónleikana er frjáls sem þýðir að þið ráðið sjálf hvað þið borgið ykkur mikið inn, en baukur fyrir aðgangseyri verður á svæðinu. Þetta verður eflaust gaman en KK er í gríðarlega góðu formi og mun taka allar sínar helstu perlur, umvafinn Loðmfirska fjallahringnum.

Hlökkum til að sjá ykkur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar