KK í Loðmundarfirði

KK og tveir flottustu borgarstjórar Íslands
KK og tveir flottustu borgarstjórar Íslands
Þá eru tónleikar KK í Loðmundarfirði búnir og tókust þeir alveg einstaklega vel, en talið er að um 300 manns hafi mætt í fjörðinn að þessu tilefni. KK tók allar sínar helstu perlur og virtust gestir skemmta sér konunglega. Hér með fréttinni fylgir skemmtileg mynd af borgarstjórunum Jóni Gnarr og Skúla Sveins ásamt KK sjálfum.

Fullur hugur er í Ferðafélaginu og Ferðamálahópnum að halda þessum hausttónleikum áfram komandi ár og eru allar hugmyndir um listamenn vel þegnar. Það er gaman að geta haldið að svona tónlistarviðburð á þetta afviknum stað og geta látið hann standa undir sér.