KK með tónleika í Loðmundarfirði

KK væntanlegur í Lommann
KK væntanlegur í Lommann
Það er okkur mikill heiður að tilkynna að búið er að ákveða tónleika með snillingnum Kristjáni Kristjánssyni, eða KK eins og hann er betur þekktur í Loðmunarfirði Laugardaginn 27. ágúst. Það er Ferðafélag Fljótsdalshéraðs í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar og Minningarsjóð Helga Arngrímssonar sem standa saman að þessum skemmtilega viðburði. Eins og margir eflaust muna, þá var KK með vetrartónleika í Loðmundarfirði fyrir þó nokkrum árum síðan og þóttu þeir einstaklega vel heppnaðir. Í þetta skiptið verður KK við nýja skálann í Loðmundarfirði og mun þar spila allar sínar þekktustu perlur í einstakri umgjörð.

Nánar verður fjallað um þennan merka tónlistarviðburð þegar nær dregur en boðið verður upp á göngur til Loðmundarfjarðar þennan sama dag og margt annað í tengslum við viðburðinn.
Þess ber að geta að ákveðið hefur verið að aðgangseyrir verður frjáls, þ.e.a.s. að þið ráðið hvað þið greiðið fyrir tónleikana. Tónleikarnir munu fara fram um kvöldið kl 20:00

Það er mikið fagnaðarefni að menningarlíf Loðmundarfjarðar sé að vakna til lífsins aftur en það hefur verið frekar rólegt undanfarin ár, en hver veit nema hausttónleikar í Loðmundarfirði verði árlegur viðburður hér eftir....