Krakkar í félagsmálatíma senda flöskuskeyti

Hópurinn rétt áður en skeytinu var hent í sjóinn.
Hópurinn rétt áður en skeytinu var hent í sjóinn.
Krakkarnir í félagsmálatíma fóru í dag og sendu flöskuskeyti Í morgun var unnið bréf sem síðan var stungið í flösku og tappinn rækilega festur á. Eftir hádegi var farið með flöskuna og henni hent í sjóinn. Mikil spenna var í hópnum og það verður gaman að sjá hvenær einhver finnur flöskuna. Hér má sjá myndir af hópnum.