Kveikt á jólatrénu

Jólagluggi
Jólagluggi
Í morgun var kveikt á jólatrénu fyrir framan Fjarðarborg. Að vanda fórum við í skólanum út og tókum nokkur lög við jólatréð. Þegar inn kom héldum við áfram að hlusta á jólalög og settum upp myndirnar sem prýða glugga skólans á hverri aðventu. Það má því með sanni segja að jólaandinn sé að færast yfir okkur.  Hér má líta myndir/pictures.