Kveikt á kertum í Álfaborginni

Börnin tendra kerti fyrir álfana. Á þriðjudaginn örkuðum við öll með luktir upp í Álfaborgina þar sem við skildum eftir logandi kerti fyrir álfana en einnig fyrir nemendur sjálfa, fjölskyldurnar í kring um þá, starfsfólk skólans og svo fyrir fólkið í samfélaginu nær og fjær. Lögðum við af stað eftir hádegismatinn og eins og sést á myndunum var mikil stemmning í hópnum. Þegar í Álfaborgina var komið fundu nemendur staði fyrir kertin og skildu þau þar eftir. Að því loknu hópuðum við okkur saman neðan við Álfaborgina og sungum nokkur vel valin jólalög fyrir álfana. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.