Kvennagönguferð til Breiðuvíkur um helgina

Vatnstungur í Breiðuvík
Vatnstungur í Breiðuvík
Kvennaferð er fyrirhuguð til Breiðuvíkur þann 16. ágúst, gist í eina nótt og gengið til Borgarfjarðar daginn eftir. Ef veður verður gott verður gengið um Brúnavík frá Borgarfirði og þaðan til Breiðuvíkur. Daginn eftir verður gengið inn Breiðuvík og yfir Víknaheiði til Borgarfjarðar. Annars verða leiðir valdar eftir veðri og vindum. Búið að er að taka frá skálann fyrir 20 manns. Nú er um að gera að drífa sig og vera með. Skráningar og upplýsingar eru hjá Bryndísi Snjólfsdóttur í s: 893-9913 eða í tölvupósti helgima@mi.is