Kynning á gönguferðum á Víknaslóðum í Reykjavík

Á göngu á Víknaslóðum
Á göngu á Víknaslóðum
Næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar kl 20:00 verður opið kynningarkvöld hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 þar sem m.a. verður myndasýning frá Víknaslóðum og Borgarfirði eystri.

Hafþór Snjólfur Helgason formaður Ferðamálahóps Borgarfjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs munu sýna myndir frá svæðinu og segja frá þeim ferðum sem eru í boði í sumar. Að auki verður kynning á göngusvæðunum í Lónsöræfum og Skaftártungu með Tungufljóti.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nánar á vef Ferðafélags Íslands.