Leiksýning í Fjarðarborg um helgina

Núna laugardaginn 14. mars kl 16:00 sýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leikritið Klaufar og Kóngsdætur í Fjarðarborg. Fáranlega fyndið fjölskylduleikrit sem byggt er á ævintýraheimi H.C Andersen,í tilefni af 210 ára árstíð hans. Leikritið er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvasson í leikstjórn Unnars Geirs Unnarssonar (sonur hans Unnars Heimis frá Merki) .

2500.- kr almennt verð. 2000.- kr fyrir 10 ára og yngri.

Mætum öll og sýnum að það er vel þess virði að koma með sýningar til okkar á Borgarfirði.

Hér má sjá viðburðinn á facebook