Lestaráskorun lauk í dag

Í dag lauk lestaráskorun í skólanum  en undanfarna fimmtán daga höfum við nemendur og kennarar lesið af kappi ýmsar bækur sem vekja áhuga okkar. Öll höfum við keppt við okkur sjálf að þessu sinni. Nemendur settu sér persónuleg markmið um að lesa  fleiri blaðsíður en þeir lásu í áskoruninni í fyrra.   Lestraráskorunin hafði þau áhrif að við gáfum okkur góðan tíma í skipulagi dagsins í skólanum  til að lesa, við sögðum frá bókunum  sem við höfðum valið í söng og samskiptatímum og flestir nemendur lásu í frítíma sínum heima.