Lestraráskorun

Nemendur tóku strax áskoruninni
Nemendur tóku strax áskoruninni
Nemendur hvattir til að lesa. Kennarar skoruðu í dag á nemendur skólans til þess að lesa meira. Sett voru markmið sem eru þannig að nemendur vinna sér inn kílómetra eftir því hversu margar blaðsíður þeir lesa. Þeir kílómetrar verða síðan notaðir til að fara í vorferð þannig að því meira sem lesið er því lengra er hægt að fara í vorferð. Sem dæmi má nefna að ef allir nemendur skólans lesa samtals 200 blaðsíður þessa daga verður farið í Hjaltastaðaþinghá í vorferð.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 500 blaðsíður þessa daga verður farið allt að 100 kílómetra.  Við gætum til dæmis farið í Egilsstaði jafnvel Hallormsstað.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 2000 blaðsíður verður farið allt að 200 kílómetra. Við gætum til dæmis farið á Neskaupsstað eða Djúpavog jafnvel Vopnafjörð.

Ef allir nemendur skólans lesa samtals 5000 blaðsíður  förum við allt að 400 kílómetra. Þá gætum við valið að fara á Vopnafjörð eða annað styttra ef okkur langar en við hefðum val um að fara til Akureyrar eða Hornafjarðar

Lestraráskorunin stendur frá 15. janúar til 30. janúar þannig að það er ljóst að bækurnar verða spændar upp hérna næstu dagana. Endilega kíkið á myndirnar hér fyrir neðan.

 Myndir/Pictures