Lestrarstund

Á þriðjudaginn hófum við aftur sameiginlega lestrarstund hjá grunn- og leikskóla, en þá lesa grunnskólanemendur fyrir leikskólanemendur. Þetta var líka gert í fyrra og þá einu sinni í viku. Við ætlum að bæta um betur í vetur ( þetta rímaði ) og hafa stundirnar tvær í viku. Fyrirkomulagið er þannig að grunnskólanemendur velja sér bók og lestrarfélaga, æfa sig í upplestrinum og lesa svo fyrir lestrarfélaga sinn.  Hér gefur að líta myndir.