Lestur er bestur

Lestrarstund
Lestrarstund
Nemendur skólans hafa verið duglegir að lesa í vetur. Daglega er yndislestrarstund hjá öllum nemendum og lesið er við hvert tækifæri.  Þegar nemandi lýkur við bók skráir hann upplýsingar um bókina og höfundinn á litla mynd af uglu. Þegar þetta er skrifað hafa duglegu lestrarhestarnir lesið í frjálslestrarbókum og heimalesti  yfir 100 bækur. Þá eru ekki taldar með allar fagbækunur sem lesnar eru í skólanum og heldur ekki þær bækur sem nemendur í yngri deild lesa fyrir leikskólabörnin í viku hverri.  Líkt og undanfarin ár munu nemendur skólans taka þátt í heimatilbúinni lestraráskorun nú í janúar. Hefst áskorunin 18. janúar og stendur til 5.febrúar.