Lifandi fréttir frá Borgarfirði

Borgarfjarðarfréttir
Borgarfjarðarfréttir
Nýja fréttakerfið gefur okkur kost á því að vera með lifandi fréttir að heiman og hérna fáum við fyrsta skammtinn af slíkum fréttum. Það er aldrei að vita nema að svona fréttaflutningur verði áfram í framtíðinni en Borgarfjarðarsíðan stefnir á að verða með töluvert öflugari fréttaflutning af landsbyggðinni heldur en RÚV og Stöð2 til samans, þó það þurfi nú ekki mikið til þess. Hér er að líta fyrsta fréttatímann, sem inniheldur fréttir af sjávarútvegi og einnig veðurspá fyrir næstu daga. Hann er vísu búinn að taka nokkur ár í vinnslu.

Njótið vel og lengi