Geggjað lífverubúr

Hvað er í gangi!
Hvað er í gangi!
Í morgun barst okkur gjöf frá tveimur feðrum í foreldrahópnum þegar Helgi Hlynur kom með unga gaddaskötu, kuðungakrabba og fleiri lífverur í plastkassa, lifverur sem hann og Jón Sigmar höfðu dregið úr sjónum í gær til að sýna okkur.  Allt voru þetta lifandi kvikindi í búrinu. Nemendur og kennarar í grunn- og leikskólanum höfðu ómælda ánægju af að skoða þessar lífverur sem við finnum yfirleitt ekki lifandi í fjörunni. Eins og stórhuga fólki er von og vísa stefnum við á að fá enn stærra kar og fleiri lífverur til að skoða í framhaldinu og að sjálfsögðu er þetta frábær viðbót við þemaverkefnið um hafið sem við erum að vinna að. Nánari greining á lífverunum bíður næstu viku. 
Kærar þakkir Helgi Hlynur og Jón Sigmar! - hér má sjá myndir og á þeim viðbrögð nemenda við þessari skemmtilegu gjöf.