Listaverk við smábátahöfnina?

Tunnan út í höfn eins og hún er í dag
Tunnan út í höfn eins og hún er í dag
Í framkvæmdunum út í höfn hefur verið komið fyrir stórri "tunnu" til þess að bæta skilyrði í höfninni og þarna hefur skapast flottur staður til þess að koma upp einhverju stórglæsilegu listaverki til þess að prýða höfnina og vera hennar helsta kennileiti. Þetta er bara hugmynd sem þó hefur heyrst á nokkrum stöðum hérna í firðinum. Verk sem þetta gæti verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og myndu þeir keppast við að ná mynd af sér við verkið. Það væri hægt að lýsa upp svo það væri einnig sjáanlegt í myrkri. Þetta gæti verið okkar svar við litlu hafmeyjunni í köben, en það koma víst nokkrir á ári til þess að skoða hana. Spurning hvernig ætti að fjármagna slíkt verk og væri Jón sveitarstjóri eflaust glaður að fá bæði hugmyndir og ábendingar um hvaða listamenn gætu tekið þetta að sér. Bara pæling sem ekkert er búið að ákveða eða útfæra.

Hér að neðan koma 2 tillögur síðustjóraLundalistaverk eða minnisvarði um týnda sjómenn, spurning?