 
			
						Grýluhellir
					 
				Kæru Borgfirðingar
Við minnum á Litlu jól Grunnskólans á fimmtudaginn.
Dagskráin hefst í Fjarðarborg  kl. 18:00.  Þar munu nemendur bjóða upp á skemmtun með jólaívafi.
    Að lokinni sýningu nemenda, verður dansað í kringum jólatréð og hver veit nema sveinar í rauðum fötum með
skotthúfu á höfði, leggi leið sína til okkar.
Eftir skemmtun verður  boðið upp á kræsingar í boði foreldrafélagsins. Veitingar kr. 700,-.  Frítt fyrir nemendur grunnskólans og
börn á leikskólaaldri.
Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Starfsfólk,  nemendur, foreldrar og velunnarar Grunnskóla Borgarfjarðar eystri