Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin hátíðleg með skemmtidagsskrá, jólaballi og kaffi á vegum foreldrafélagsins síðasta skóladaginn á árinu:  fimmtudaginn 17. desember kl. 18:00 í Fjarðarborg.Þemað þetta árið eru þau Grýla og Leppalúði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skólastarf í leik- og grunnskólanum hefst að loknu jólaríi, þriðjudaginn 5.janúar, samkvæmt stundaskrá.