Ljósaganga á aðventu.

Í borg álfanna
Í borg álfanna
Miðvikudaginn 17. desember var fallegt og gott veður í fagra firðinum okkar.

Þá gengu nemendur í Álfaborgina til að tendra friðarljós. Við kveiktum á ljósum fyrir hvern nemanda í grunn- og leikskólanum en auk þess fyrir foreldrana og heimilin sem standa að skólastarfinu, fyrir kennarana og samfélagið hér á Borgarfirði, fyrir mikilvægar manneskjur sem eru ekki með okkur nema í anda, fyrir alla á Íslandi og alla í heiminum, og fyrir álfana í Álfaborginn ☺. Það voru því samtals um 25 kerti sem loguðu fallega fram eftir degi, að sjálfsögðu tókum við líka lagið og nýttum tækifærið til að leika okkur.  

Að þessu sinni steyptu nemendur kertin sjálf úr borgfirskri tólg.

Hér má sjá myndir (pictures)