Ltilu jólin

Grýla búin að ná sér í soðið
Grýla búin að ná sér í soðið
Litlu jólin voru haldin föstudaginn 16. desember. Skemmtunin hófst með dagskrá sem nemendur leik- og grunnskóla höfðu sett saman með aðstoð Þrastar en hún byggðist á jólalögum með textum eftir Ómar Ragnarsson. Þar mátti sjá Grýlu og alla hennar ferlegu fjölskyldu en einnig englakór og jólabörn. Eftir dagskrána var dansað og sungið í kringum jólatéð við undirleik Margrétar Bragadóttur og fengum við rauða karla með skotthúfur og skegg í heimsókn. Að lokum var síðan kaffihlaðborð sem Barnasamkomunefndin sá um og ekki vantaði hnallþórurnar þar. Okkur telst til að milli 70 - 80 manns hafi átt þarna ljúfa jólastund þótt úti geysaði stórhríð. Hérna koma myndir frá undirbúningnum.