Lundinn er kominn

Lundinn mættur að vanda
Lundinn mættur að vanda
Þá er vorið alveg að skella á hérna á Borgarfirði, en margir tengja það við komu lundans út í Höfn. Þann 6. apríl lenti lundinn og var vel tekið á móti honum. Þá sáu nokkrir borgfirðingar sér fært að mæta og skála í koníaki fyrir lundakomunni.  Skálað var í skúrnum og síðan gengið uppí hólma og kíkt á fuglinn sem var mættur í þúsundavís. Þetta var hin skemmtilegasta stund og menn slógu á létta strengi. Það er ekki hægt annað en að vera kátur útí Höfn á svona fallegu kvöldi og hlusta á fuglana og láta sig hlakka til sumarsins. Nánar má lesa um lundann út í Höfn og annað sem henni tengist á síðunni www.puffins.is.Nokkri lundavinir út í Höfn þann 6. apríl. Nonni, Kjalli, Bjössi Skúla, Maggi í Höfn, Þórður Jóns Þórðarson, Kalli Sveins og Jón Þórðar. Ungi maðurinn fremst er Maron sonur Alla Óla.