Magni í Júróvisíon á laugardaginn

Magni, verðugur fulltrúi borgfirðinga í Júróvision 2011
Magni, verðugur fulltrúi borgfirðinga í Júróvision 2011
G. Magni Ágeirsson frá Brekkubæ ætlar að taka það að sér að vera fulltrúi borgfirðinga í Júróvision á laugardaginn en hann þykir langefnilegasti söngvari Borgarfjarðar af 78´ árgangnum að öllum öðrum ólöstuðum. Magni hefur, eins og við vitum, verið viðloðandi tónlist síðan hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit 12 ára á Borgarfirði Eystri. Í menntaskóla tók hann upp sína fyrstu plötu með hljómsveitinni Shape ásamt því sem bandið lék á skólaböllum við ljómandi orðstír.

Smellið hér til að hlusta á lagið og lesa nánar um það.

Áfram Magni!