Magna til Azerbaijan

Guðmundur Magni á leið til Baku?
Guðmundur Magni á leið til Baku?
Titillinn kann að hljóma illa en að þetta er markmið Magna og félaga þegar þeir stíga á svið í Hörpu í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina. Fari svo að Magni vinni verður hann að öllum líkindum fyrsti Borgfirðingurinn til þess að spila í Baku í Azerbaijan svo vitað sé. Fréttasíðunni er ekki t.d. kunnugt að Nonni Arngríms hafi spilað þar á þorrablóti en þó er ekki hægt að útiloka það.

Styðjum við bakið á Borgfirðingum og kjósum öll Magna, og ekki skemmir fyrir að lagið er bara þrælgott.